Noregskonungur og forseti Íslands heimsóttu Víkingaheima

Kjartan Már tekur í hönd á Haraldi. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Kjartan Már tekur í hönd á Haraldi. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær á móti Haraldi Noregskonungi sem kom í stutta heimsókn til Íslands á leið sinni til Bandaríkjanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, tók á móti gestunum í Víkingaheimum. Forseti sýndi konungi víkingaskipið Íslending sem varðveitt er í safninu og fræddi Gunnar Marel Eggertsson, sem smíðaði skipið og stjórnaði siglingu þess árið 2000, konung um skipið og ferðina sem farin var frá Íslandi til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna fyrir fimmtán árum.