Fimmtudaginn 13. maí kl. 13:00 verður vígsla á glænýrri fjallahjólabraut á Ásbrú. Hún er staðsett í brekkunni við bílastæði Kadeco, Skógarbraut 946 á Ásbrú.

Nú er um að gera að aðstoða börnin ykkar við að mæta en þar verða félagar úr Hjólaleikfélaginu sem taka á móti krökkunum og leiðbeina í brautinni.

Bara að muna eftir hjálminum!