Ný sýning og skemmtilegur gjörningur í Suðsuðvestri á föstudaginn

Föstudaginn 29. júlí kl.4. opnar sýningin “ How not to become an artist”.
Sýningarstjóri er Iris van Gelder, sem nýverið snéri kvæði sínu í kross,
hvað varðar starfsferil. Hún segir “’Ástæður þessarrar sýningar eru fyrst
og fremst þörf mín fyrir breytta sjálfsmynd.
Eftir að ég lauk námi í Rietveld Akademíunni 2010 var mér boðið af
stofnunum í Hollandi auk sýningarrýmisins Suðsuðvestur að sýna.
Eftir hálfs árs umhugsun breyttust hugmyndir mínar og ég lagði í staðinn
fram verkefni sem fjallar um “hvarf og birtingu” Þar sem ég skipti um
hlutverk, hverf úr hlutverki jóðlandi listamanns í sýningarstjóra, mér
fannst ég þurfa að hverfa sem listamaður og birtast í öðru hlutverki ”.
Listamönnunum Karin Sander, Stefan Alber, Falke Pisano, Karin Hasselberg
og John M Armleder er boðið að taka þátt sökum verka sem þau hafa unnið
sem hafa yfir sér blæ farandsýninga, flökkudýra og felulita sem laga sig
að umhverfinu.

Karin Sander hefur haldið þó nokkrar sýningar hérlendis og er þekkt fyrir
glansandi veggi og egg sem spegla síbreytilegt umhverfi. Málverk númer 60
hefur ferðast sem óinnpakkað listaverk til marga borga og bæja og í
tilefni þessarar sýningar sendi listamaðurinn listaverkið víðförla frá
Berlín með viðkomu í Amsterdam og þaðan áfram til Reykjanesbæjar, þangað
kom það að viðbættu hnjaski og óhreinindum. Upprunalega hvítur striginn er
horfinn og í hans stað birtist strigi þakinn uppsöfnuðum óhreinindum.
Stefan Alber var boðið af Karin Sander. Verk hans fjallar um hreyfingar
hests í haga sem hann upplifði þegar hann átti leið hjá í járnbrautarlest
á ferð. Útkoman sem er ljósmyndaskúlptúr fjallar fyrst og fremst um
hreyfingu og það að fara framhjá einhverju á ferð í landslagi með
síbreytilegt sjónarhorn.
Falke Pisano er listamaður sem er þekkt fyrir verk sín sem umbreyta
skúlptúrum í tungumálaverk. Verknaðurinn felst í að gera hlutbundið
listaverk sem breytist smám saman í verk talaðs tungumáls. Dæmigert verk
um hvarf og birtingu splunkunýs líkamslauss verks.
Karin Hasselberg var boðið af Falke Pisano. Hún byrjaði að grafa holur
árið 2004 þar sem hún leitaðist við að finna tengsl sín við strúktúra sem
fyrirfinnast í þjóðfélaginu og í listheiminum. Hún er þeirrar skoðunar að
skilningur á hugmyndafræði stjórnarfyrirkomulags sem varðar þjóðfélagslega
og efnahagslega uppbyggingu sé fyrsti áfanginn í að verða sér meðvitaður
um þá staðreynd. Annars vegar er tillgangur viðveru hennar sem listamanns
að mynda tengsl við fyrrnefnda ráðandi strúktúra.
John M Armleder var boðið vegna viðleitni sinnar til að mynda samruna úr
öllu og öllum sem eiga þátt í gerð verka hans. Sökum tilviljana afsalar
hann sér í mörgum tilfellum hlutverki leikarans, þó birtist  hann samtímis
sem listamaður er kýs að vinna útfrá hugmyndafræðilegum grunni og í
sýnilegri útkomu verkanna ræður fagurfræðin ríkjum.

Sýningarskrá í litlu upplagi er gefin út í tilefni sýningarinnar og er
fáanleg í Suðsuðvestur.

Kl.5 á opnunardaginn munu Hildur Ásgeirsdóttir og Iris van Gelder flytja
jóðllag nefnt ‘Battle’, sem samið er af sýningarstjóranum.
Sýningin stendur til 28.ágúst.

Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík.
Opið um helgar frá kl.2 til kl.5 og eftir samkomulagi í síma; 662 8785.