Íþróttafólk ÍRB.
Íþróttafólk ÍRB.

Á gamlársdag kl.13:00 í íþróttahúsinu í Njarðvík verður kunngjört um val í íþróttakonu og íþróttakarli Reykjanesbæjar. Sú nýbreytni var samþykkt á síðasta þingi ÍRB að velja konu og karl.

Á sama tíma verða iðkendur sem urðu Íslandsmeistarar á árinu heiðraðir.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á þessa hátíðlegu stund á síðasta degi ársins.

Fyrir hönd stjórnar ÍRB
Ingigerður Sæmundsdóttir, formaður