Fyrsta rauntímamæling á gerlamengun í sjó á Íslandi – Nýtt verkefni Vatnsgæða í Grófinni, Reykjanesbæ

Vatnsgæði ehf hefur í samstarfi við Reykjanesbæ sett upp háþróaðan vatnsgæðamælibúnað í smábátahöfninni í Grófinni. Um er að ræða fyrsta mælitækið á Íslandi sem mælir saurkólígerla í sjó í rauntíma, auk þess sem það fylgist með ýmsum öðrum vatnsgæðum á borð við hitastig, seltu, sýrustig og uppleyst súrefni.

Kvörðun tækisins fór fram í samstarfi við Sýni ehf, sem annaðist greiningu sýna á rannsóknastofu og aðstoðaði við framkvæmdina. Verkefnið markar tímamót í umhverfisvöktun á Íslandi og er mikilvægt skref í átt að betri vernd sjávarumhverfis og upplýsingaöflun fyrir íbúa og útivistarfólk.

Mæligögn eru opin almenningi og aðgengileg á vef Reykjanesbæjar hér undir "Mælir í smábátahöfn" á hægri hlið síðunnar.