Opið hús hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar

Við hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar bjóðum alla velkomna að skoða nýtt varðveisluhús Byggðasafnsins í Rammahúsi á morgun laugardag frá kl. 13 - 17.

Í safninu eru skráðir yfir 10 þúsund gripir af fjölbreytilegu og margvíslegu tagi en þeir eiga það þó allir sameiginlegt að tengjast sögu bæjarins.

Við viljum vekja athygli á áhugaverðri sögu hannyrða hér í bæjarfélaginu með því að sýna heimasaumaðar flíkur útsaumaða dúka, myndir úr safninu og einnig frá bæjarbúum.  Við höfum mikinn áhuga á að kynnast þessari sögu nánar.

Safninu berst alltaf eitthvað af gripum á hverju ári, við höfum fengið töluvert frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og Skipasmíðastöð Njarðvíkur svo fátt sé talið, sem bæjarbúar geta kynnt sér.

Verið velkominn í safnið, ókeypis aðgangur, gengið er inn um sama inngang og Skansinn.