Óskað eftir hugmyndum

Óskað er eftir hugmyndum frá börnum og ungmennum  fyrir BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem verður haldin hátíðleg 27. apríl – 7. maí. 

Á BAUN er boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. 
Raddir barna og ungmenna í samfélaginu eru mikilvægar og þá sérstaklega þegar kemur að BAUN sem setur börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í forgang.

Óskað eftir þátttöku allra barna í Reykjanesbæ í eftirfarandi könnun þar sem börnum gefst tækifæri til að koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri. 

Svara könnun

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband á baun@reykjanesbaer.is