Ríkiskaup f.h. Reykjanesbæjar óska eftir tilboðum í ræstingu í grunnskólum Reykjanesbæjar. Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til.

Verkið felst í að ræsta eftirfarandi grunnskóla Reykjanesbæjar:
• Akurskóla
• Háaleitisskóla
• Heiðarskóla
• Holtaskóla
• Myllubakkaskóla
• Njarðvíkurskóla

Vettvangsskoðun fer fram fimmtudaginn 9. júní og hefst hún kl. 8:30 í Akurskóla.

Opnun tilboða verður þriðjudaginn 5. júlí kl. 13:00.

Útboðsgögn eru til afhendingar í gegnum heimasíðu útboðsins, frá og með miðvikudeginum 1. júní nk., inni á vef Ríkiskaupa.