Regnbogasilungi sleppt í Seltjörn

Regnbogasilungi hefur verið sleppt í Seltjörn
Regnbogasilungi hefur verið sleppt í Seltjörn

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar hefur nýlega gert samkomulag við þá félaga Oliver Keller og Pálma Sturluson um að taka að sér tímabundið rekstur Seltjarnar.
Þeir hafa nú sleppt tæplega 1000 fiskum og bjóða 5 fiska kvóta á kr. 4.500.-

Ekki er nauðsynlegt að klára þennan 5 fiska kvóta á einum degi heldur má koma seinna og ljúka honum.
Veiðileyfi eru seld á staðnum og opnunartíminn er frá kl. 10:00-21:00 virka daga en um helgar til miðnættis.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 848 0947 (Pálmi) eða 893 7194 (Oliver).