- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær hefur formlega afhent Golfklúbbi Suðurnesja húsin sem nýtt eru undir starfsemi klúbbsins í Leiru. Þar undir falla golfskálinn, aðstöðuhús og vélageymsla.
Með þessari ákvörðun er markmiðið að styðja við áframhaldandi starfsemi Golfklúbbs Suðurnesja og tryggja að aðstaðan í Leiru nýtist áfram fyrir öflugt íþróttastarf í Reykjanesbæ. Um er að ræða mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og eflingu golfíþróttarinnar á svæðinu.
Áfram verður kveðið á um að allar meiriháttar ráðstafanir húsanna, svo sem sala eða veðsetning, séu háðar samþykki bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Afsal eignanna var undirritað í desember og endurspeglar traust og gott samstarf Reykjanesbæjar og Golfklúbbs Suðurnesja um rekstur og þróun aðstöðunnar í Leiru.
Reykjanesbær þakkar Golfklúbbi Suðurnesja fyrir farsælt samstarf til þessa og óskar klúbbnum velfarnaðar í áframhaldandi starfi og uppbyggingu.
