Reykjanesbær býður í bílabíó

Bílabíó
Bílabíó

Bæjarbúar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á laugardaginn.

Fjórar sýningar verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755 og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum.

Kl: 16:00              Lói-þú flýgur aldrei einn

Kl: 18:00              Jumanji: The Next Level

Kl: 20:00              Grease

Kl: 22:00              Birds of Prey

Popp og kók og götubiti

Bæjarbúar eru hvattir til að taka rúntinn og upplifa bíóstemningu eins og þá sem við höfum aðeins séð í bíómyndum. Unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar í Njarðvík verður á svæðinu og selur brakandi ferskt popp og kók og matarvagninn Kitchen Truck selur vefjur. Þá verða nokkrir af bestu og vinsælustu Götubitum landsins á svæðinu frá 13.00-16.00.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem raða þarf bílum upp undir stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Sérstök athygli er vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu til að skyggja ekki á útsýni og er fólk beðið að virða fyrirmæli gæsluaðila.