Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í akstur almenningsvagna innan bæjarins

Almenningsvagn ekur um Duustorg.
Almenningsvagn ekur um Duustorg.

Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar óska eftir tilboðum í akstur almenningsvagna innan Reykjanesbæjar, á árunum 2017-2023 (6 ár).

Um er að ræða einn innkaupahluta, sem samanstendur af annars vegar föstum akstri  og hins vegar pöntunarþjónustu.

Óskað er eftir tilboðum frá aðilum sem geta uppfyllt kröfur laga nr. 73/2001 um fólks- og farmflutninga ásamt reglugerð nr. 528/2002 um fólksflutninga á landi. 

Væntanlegir samningsaðilar þurfa að lágmarki að hafa yfir að ráða fjórum rekstrarvögnum og einum aukavagni.

Nánari upplýsingar og útboðsgögn á vef Ríkiskaupa.