Ríflega 12% starfsfólks í námi

Lært við tölvu
Lært við tölvu

Hjá Reykjanesbæ starfar öflugur hópur starfsfólks sem hefur ólíkan bakgrunn úr hinum ýmsu greinum. Á dögunum tók mannauðsdeild Reykjanesbæjar saman upplýsingar um hversu stór hópur starfsmanna stundar nám með vinnu.

Hjá Reykjanesbæ eru ríflega 12% starfsfólks sem er í föstu starfshlutfalli í námi. Flestir starfa á fræðslusviði en 13,5% starfsfólks á fræðslusviði eru í námi en sviðið er það stærsta hjá Reykjanesbæ. Í þeim hópi eru flestir að stunda nám í kennslu- og menntunarfræðum. Hlutfall námsmanna er þó hæst á stjórnsýslusviði en þar eru 16% sem stunda nám. Þá eru einnig um 6% starfsfólks á velferðarsviði og umhverfissviði sem stunda nám. Langstærstur hluti námsfólksins stundar nám á háskólastigi. Það má vera ljóst að starfsfólk bæjarins er mjög metnaðarfullt fyrir sínum störfum en það er ánægjulegt hversu stór hluti fólks er að styrkja sig enn frekar í starfi. Reykjanesbær óskar öllu sínu námsfólki velfarnaðar í þeirri vegferð.