Eins og eflust margir bæjarbúar hafa tekið eftir hefur Römpum upp Ísland farið eins og eldur um sinu um bæinn og reist rampa og skábrautir við fjöldan allan af verslunum, veitingahúsum og annarri þjónustu sem ætluð er almenningi.

Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þess konar starfssemi.  Samstarf Reykjanesbæjar og Römpum upp Ísland hófst fyrr á þessu ári og hefur samvinnan gengið með ódæmum vel. Alls eru 39 rampar komnir upp hér í Reykjanesbæ. Römpum upp Ísland settu sér það markmið að klára 1.000 rampa á 5 árum og fékk Reykjanesbær úthlutað 52 af þeim.

Fjöldi styrktaraðila koma að verkefninu til þess að það geti orðið að veruleika og fylgir því mikil prýði að fá að vera partur af þessu frábæra framtaki.

Þorleifur Gunnlaugsson er formaður stjórnar átaksins Römpum upp Ísland, en sonur hans Haraldur átti frumkvæðið að verkefninu. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna að aðgengismálum í Reykjanesbæ og hvergi hefur Römpum upp Ísland fengið betri viðtökur þó allstaðar hafi þær verið góðar. Þetta segi ég ekki eingöngu vegna þess að bærinn hefur boðið starfsmönnum okkar í hádegismat alla daga þegar þeir hafa rampað þar, heldur einnig vegna þess mikla skilnings sem Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar og aðrir bæjarfulltrúar hafa sýnt.

Ennfremur vil ég nefna Guðlaug H. Sigurjónsson, sviðsstjóra umhverfissviðs sem var fyrsti embættismaðurinn sem sendi Römpum upp Ísland erindi og vann svo sannarlega heimavinnuna sína og síðast en ekki síst vil ég nefna Dagmar Rós Skúladóttir, aðgengisfulltrúa sem hefur verið vakin og sofin yfir verkefninu. Þegar upp er staðið er það kannski henni mest að þakka að hvergi hefur Römpum upp Ísland gert fleiri rampar en einmitt í Reykjanesbæ.

Aðgengi á Íslandi er oft mjög takmarkandi fyrir hreyfihamlaða og er því mikilvægt að allir leggji sitt af mörkum til þess að bæta aðgengið. Ramparnir tryggja aðgengið inn í húsnæðin en aðgengismálin enda ekki þar. Bætt aðgengi innan verslana og veitingarstaða er hægt að bæta með því að breikka umhverðarleiðir, fjarlægja hindranir sem dæmi og auka þannig aðgengið með einum eða öðrum hætti.

Reykjanesbær er ekki undanskilinn þeirri ábyrgð að bæta aðgengi bæjarins og hefur farið af stað gott og mikilvægt verkefni þar sem aðgengi við og innan stofnana og annarra húsnæða í eigu Reykjanesbæjar er betrumbætt. Reykjanesbær réð til sín aðgengisfulltrúa fyrir ári síðan sem fer með það verkefni að taka út öll okkar húsnæði og koma breytingum og betrumbótum á aðgengi í framkvæmd. Við viljum eindregið hvetja alla þá sem reka hverskonar starfsemi sem almenningur hefur aðgang að, að skoða hvort hægt sé að bæta aðgengið með einum eða öðrum hætti, og vera þannig partur af því að gera bæjinn okkar aðgengilegri öllum.