Frá íþróttaþingi í Reykjanesbæ.
Frá íþróttaþingi í Reykjanesbæ.

Íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar og Íþrótta-og tómstundaráð Reykjanesbæjar boða fulltrúa íþróttahreyfingarinnar til samráðsfundar um stöðu íþróttamála í Reykjanesbæ. Fundurinn verður haldinn á Nesvöllum þann 4. maí kl. 19:00.

Fundurinn er einnig opinn bæjarbúum sem áhuga hafa.

Á fundinum verður farið yfir þær framkvæmdir sem bæjarfélagið hefur staðið fyrir á undanförnum árum í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Umræður um áherslur til áframhaldandi uppbyggingar á næstu árum.
Reykjanesbær og íþróttahreyfingin hafa gert með sér bæði rekstrar-og styrktarsamninga. Hafa þeir skilað tilætluðum árangri? Fjallað verður um stuðning við innra starf íþróttahreyfingarinnar og samstarf hennar og bæjaryfirvalda

Skipt verður í umræðuhópa þar sem ákveðin málefni verða tekin fyrir. Hópar kynna niðurstöður sínar.
Í upphafi verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi.

Íþróttafulltrúi