Samstarf við eldri borgara

Ungir og eldri vinna saman að eflingu læsis.
Ungir og eldri vinna saman að eflingu læsis.

Í byrjun október leitaði félag eldri borgara á Suðurnesjum eftir samstarfi við grunnskóla Reykjanesbæjar.  Ýmsar hugmyndir komu fram hvernig hægt væri að haga því samstarfi og eru nokkrar þeirra komnar í framkvæmd.  Tengiliður Njarðvíkurskóla við félag eldri borgara er Erna Agnarsdóttir.  Lestrarömmurnar Erna Agnarsdóttir og Ása Lúðvíksdóttir eru farnar að mæta í skólann og aðstoða nemendur við að lesa og einnig fyrrum kennarar skólans þær  Guðrún Jónsdóttir og Guðríður Helgadóttir.  Sigrún Valdimarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður í Njarðvíkurskóla kom og aðstoðaði í textíl við prjón auk þess sem hún var gestadómari í kökukeppni unglinga og von er á fleiri góðum gestum til okkar.   Á Degi íslenskrar tungu komu fulltrúar eldri borgara og lásu ljóð fyrir nemendur,  Eyjólfur Eysteinsson formaður eldri borgara las fyrir yngri  nemendur og  Guðbjörg Böðvarsdóttir las fyrir eldri nemendur. Við fögnum þessu samstarfi og væntum góðs af þeirra aðstoð .