Samvera er besta forvörnin !

Samtaka hópurinn í Reykjanesbæ leggur áherslu á samveru foreldra og barna, enda sé það besta forvör…
Samtaka hópurinn í Reykjanesbæ leggur áherslu á samveru foreldra og barna, enda sé það besta forvörnin.

Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og því vill Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Lögreglan á Suðurnesjum og Útideild minna foreldra á útivistartíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22:00. 

Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tryggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistartíma lýkur. Leggjum áherslu á að eiga góða stund með börnum okkar á Ljósanótt og setjum velferð barna okkar í fyrsta sæti.

Góða skemmtun á Ljósanótt.

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar