Sendiherra Noregs á Íslandi heimsækir Bókasafnið

Sendiherra Noregs Aud Lise Norheim og Kjartan Már Kjartansson ásamt fríðu föruneyti.
Sendiherra Noregs Aud Lise Norheim og Kjartan Már Kjartansson ásamt fríðu föruneyti.

Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, heiðraði okkur með komu sinni í Bókasafn Reykjanesbæjar. Tilefnið var að skoða sýningu um Kardemommubæinn í Átthagastofu safnsins en sýningin hefur staðið yfir frá því í janúar.

Rúmlega 1000 íbúar hafa skoðað sýninguna sem byggir á teikningum Thorbjörn Egner's úr Kardemommubænum. Mikil þátttaka hefur verið í getraun sem staðið hefur yfir á sama tíma og Lise dró út þriðja og síðasta vinningshafann sem var að vonum alsæll með verðlaunin.