Sunnudaginn 27. febrúar lýkur sýningunni Augastaðir í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem gefur að líta 23 ný verk eftir myndlistarmanninn Óla G. 
Verkin eru „uppfull af sterkum tilfinningum, bjartsýni og leikgleði" og má með sanni segja að þau endurspegli manninn Óla G sem, eins og flestum er kunnugt um, féll frá einungis fimm dögum eftir opnun sýningarinnar í janúar. 

Sýningin hefur hlotið góða aðsókn og verðskuldaða athygli.

Listasafn Reykjanesbæjar er í Duushúsum, Duusgötu 2-8 og er opið frá kl. 12.00 - 17.00 virka daga og 13.00 - 17.00 um helgar og aðgangur er ókeypis.