Frá kveðjuathöfninni. Sigríður ásamt Árna bæjarstjóra.
Frá kveðjuathöfninni. Sigríður ásamt Árna bæjarstjóra.

Við skólasetningu í Myllubakkaskóla í gær var Sigríður Jóhannesdóttir kvödd af Árna Sigfússyni bæjarstjóra, nemendum og kennurum skólans.  Sigríður lætur af störfum eftir 36 ára starf við Myllubakkaskóla. 
Bæjarstjóri þakkaði Sigríði fyrir vel unnin störf í þágu nemenda skólans sem hafa verið fjölmargir á þessum árum. 
Við þökkum Sigríði samstarfið og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur á þessum tímamótum.