Sigtryggur efstur í efnafræðikeppni

Sigtryggur Kjartansson hér sem dúx FS.
Sigtryggur Kjartansson hér sem dúx FS.

Sigtryggur Kjartansson, gerði sér lítið fyrir og varð efstur í níundu landskeppninni í efnafræði. Í vetur tóku 140 nemendur þátt í keppninni, frá 12 framhaldsskólum. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 13 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands. Niðurstöður úrslitakeppninnar urðu þau að Sigtryggur Kjartansson sem lauk námi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja um síðustu jól sigraði.

Fjórum efstu keppendunum hefur verið boðið sæti í sveit Íslands í 42. alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fram fer í Japan 18.-27. júlí 2010.

Þess má geta að Sigtryggur varð einnig efstur í keppninni í fyrra og var þá einn fjögurra fulltrúa Íslands á Alþjóðlegu Ólympíuleikunum í efnafræði sem haldnir voru í Cambridge, Englandi.

Sigtryggur, sem lauk stúdentsprófi um áramótin, var afburðanemandi en auk þess var hann í Gettu betur liði FS þrjú ár í röð. Síðasta vetur komst hann í úrslitakeppni landskeppninnar í eðlisfræði og varð einnig í 6. sæti í Þýskuþraut Félags þýskukennara, að því er segir á heimasíðu FS.

Fréttin er tekin af vef Víkurfrétta.