Skák og mát í sundlauginni.
Skák og mát í sundlauginni.

Krakkaskák í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) halda skákmót fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið í gamla KK húsinu að Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ laugardaginn 15. desember kl 13.00-17.00.

Keppt verður í flokkum 7 - 10 ára og 11 til 16 ára. Glæsileg verðlaun í boði og allir fá verðlaunapening fyrir þátttökuna. Skilyrði fyrir þátttöku er að kunna mannganginn:) Ef þú kannt hann ekki þá er um að gera að fá mömmu og pabba til að fara með þér inn á krakkaskak.is og byrja að læra:)

Keppt verður með skákklukku og umhugsunartíminn er 10 mínútur. Ekkert þátttökugjald.
ATH skráning er inn á fjorheimar.is (nauðsynlegt er að skrá sig).