Staða skólastjóra Myllubakkaskóla laus til umsóknar

Börn að leik
Börn að leik

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ en Brynja Árnadóttir mun láta af störfum á næstunni.

Starfssvið
Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
Fagleg forysta skólans
Stuðla að framþróun í skólastarfi

Menntunar- og hæfniskröfur
Grunnskólakennaramenntun
Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun og breytingastarfi
Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum
Lipurð í mannlegum samskiptum*
Metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2010. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl n.k.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir staðgengill fræðslustjóra í síma 421-6700. Umsóknir skulu berast Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Bent er á rafrænar umsóknir á reykjanesbaer.is og mittreykjanes.is

Sjá nánari upplýsingar um skólann á myllubakkaskoli.is.

Mynd: frá árshátíð Myllubakkaskóla