Í tilefni 30 ára afmælis Reykjanesbæjar hefur Hermann Valsson unnið að því að stafvæða bækur sem varpa ljósi á sögu Keflavíkur og Njarðvíkur. Verkefnið felur í sér að gera eldri útgáfur þessara sögubóka aðgengilegar í stafrænu formi, með efni sem nær frá árunum 1766 til 1994 og inniheldur sögur sem segja frá þróun og samfélagsbreytingum í Keflavík og Njarðvík í gegnum árin, frá upphafi byggðar til þess að bæirnir sameinuðust í Reykjanesbæ.
Bækurnar hafa verið skannaðar með OCR-tækni, sem gerir stafrænu útgáfuna leitarhæfa og lesendum kleift að fletta auðveldlega í gegnum efnið með möguleika á að leita að tilteknum orðum og setningum. Hermann hefur fengið leyfi til að birta efnið opinberlega, og er það nú aðgengilegt á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Hér er hægt að nálgast stafrænt afrit af bókunum:
- Saga Keflavíkur 1949 til 1994
- Saga Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson
- Saga Keflavíkur 1766 til 1890
Í nóvember er svo von á tveimur stafrænum eintökum til viðbótar:
- Saga Keflavíkur frá 1890 til 1920
- Saga Keflavíkur frá 1920 til 1949
Kjartan Már Kjartansson og Hermann Valsson við undirritun samnings um bókargjöf.