Frá Bókasafni Reykjanesbæjar: Vegna hertra aðgerða þurfum við því miður að draga úr þeirri þjónstu sem við höfum verið að bjóða til þess að fyrirbyggja mögulega smithættu. Munum fylgjast með hvort við getum boðið þessa þjónustu aftur þegar léttir á aðgerðum. Fólk þarf ekki að skila safngögnum og það eru ekki teknar sektir á meðan á samkomubanni stendur.

 

Starfsmenn Bókasafns Reykjanesbæjar hafa það að leiðarljósi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að létta bæjarbúum lífið þessa dagana. Því hefur verið brugðið á það ráð að bjóða tímabundið upp á nýja þjónustu, Bókasnatt, þar sem starfsmenn snattast um allan bæ með bækur og keyra þeim heim til lánþega. Alla virka daga er hægt að panta bók með því að hringja í Bókasafnið milli klukkan 11.00 og 12.00, senda skilaboð á Facebook síðu safnsins, tölvupóst á bokasafn@reykjanesbaer.is eða senda beiðni í gegnum heimasíðu safnsins. Þá er snattast með bækurnar heim til fólks, þær skildar eftir á hurðarhúni eða settar í póstlúgu þar sem það á við.