Ef þú ert námsmaður á leið í nám eða að koma úr námi, þá viljum við bjóða þér að sækja um spennandi sumarstörf hjá Reykjanesbæ. Þetta er frábært tækifæri  til að öðlast dýrmæta reynslu sem tengist þínu námi. 

Ráðið í allt að 2,5 mánuði í sumar á tímabilinu 15. maí til 15. september. Þessi störf eru fyrir námsmenn sem eru 18 ára og eldri. Umsóknafrestur er til 9. maí. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar undir „Laus störf”.

Við leitum meðal annars að nemum í:

 • Lögfræði
 • Tölfræði
 • Félagsráðgjöf
 • Heilbrigðisvísindum
 • Tækninámi
 • Menntavísindum
 • Tómstundafræði
 • Byggingarfræði
 • Skipulagsfræði
 • Umhverfisfræði
 • Markaðsfræðum
 • Verkfræði
 • Hagfræði
 • Listum
 • Grafískri hönnun
 • Framhaldsskólanámi