Stóri Plokkdagurinn er 24. apríl

Galvaskir plokkarar í Reykjanesbæ árið 2021
Galvaskir plokkarar í Reykjanesbæ árið 2021

Stóri Plokkdagurinn verður haldin sunnudaginn 24. apríl og er sannarlega orðin einn af vorboðunum ljúfu hér í Reykjanesbæ.

Að plokka fegrar bæjarfélagið okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir mjög stormasaman vetur. Núna er rétta tækifærið til að sópa og hreinsa sitt nærumhverfi og gera fallega bæinn okkar snyrtilegri fyrir sumarið. Við hvetjum fólk til að deila myndum og merkja þær #rnbplokk


Allir geta plokkað, hvort sem þeir fara um einir eða í göngu með vinum eða fjölskyldu. Munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.


Starfsmenn Umhverfissviðs vilja minna á að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Gæta þarf þess að ruslapokar sem skildir eru eftir séu vel lokaðir. Við viljum hvetja alla íbúa til þess að taka þátt, hvort sem það verða 10 plokk eða heill ruslapoki, allt skiptir máli.

Söfnunarstaðir verða við grenndarstöðvar Reykjanesbæjar

  • Geirdalur, Innri Njarðvík
  • Stapabraut, Innri Njarðvík
  • Krossmói, Ytri Njarðvík
  • Sunnubraut, Keflavík
  • Keilisbraut, Ásbrú
  • Djúpivogur tunna við opið leiksvæði, Hafnir


Nánari upplýsingar um staðsetningar má finna hér
Nánari upplýsingar um Plokk á Íslandi er að hér


Plokktrixinn í bókinni

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Koma afrakstrinum á grenndarstöðvar Reykjanesbæjar.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Láta sér líða vel í hjartanu
  • Deila myndum á samfélagsmiðlum og merkja þær #rnbplokk