Styrkir til nýsköpunar í leik- og grunnskólum

Börn í leik
Börn í leik

Fræðslusvið Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fyrir leik- og grunnskóla.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Skólastjórar, kennarar og aðrir fagaðilar í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar geta sótt um í sjóðinn. Einnig er hægt að sækja um í sjóðinn fyrir samstarfsverkefni milli skóla eða skólastiga.

Til úthlutunar fyrir skólaárið 2020-2021 eru 10 milljónir.

Áhersluþættir Nýsköpunar- og þróunarsjóðs fyrir skólaárið 2020-2021:

  • Heilbrigði og velferð: Samkennd, stuðningur og virðing efla heilbrigði og vellíðan og miklu skiptir að eiga samleið með öðrum, njóta viðurkenningar og geta tilheyrt hópnum. Með félagsfærniþjálfun, sjálfseflingu, trú á eigin getu, núvitund og heilsusamlegum lifnaðarháttum má efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan í öllu skólastarfi. Með því að sinna vel þessum þáttum í skólastarfinu er ýtt undir heilbrigði og velferð allra barna og unglinga. 
  • Læsi allra mál: Markviss vinna með tungumálið til að efla læsi, lesskilning, tjáningu, orðaforða og ritun í því skyni að auka ánægju af lestri. Það má til að mynda gera með snemmbærum stuðningi, fjölbreyttum kennsluaðferðum, áhugahvetjandi verkefnum og með því að glæða ævintýraheim bókanna auknu lífi.
  • Gæða menntun fyrir alla: Að búa öllum nemendum fjölbreytt og sveigjanlegt námsumhverfi þannig að þeir hafi aðgang að bestu mögulegu námstækifærum. Gæða menntun byggir meðal annars á framsæknum kennsluháttum, teymiskennslu og náms- og kennsluaðferðum sem ýta undir samvinnu, ímyndunarafl og sköpunarkraft nemenda.

Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla. Tekið verður á móti umsóknum frá kl. 8:00 14. apríl til kl. 16:00 30. apríl 2020 og verður þeim svarað fyrir 12. maí.

Frekari upplýsingar veita:
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi:
haraldur.a.einarsson@reykjanesbaer.is

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi:
ingibjorg.b.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is

 

 Eyðublöð:

Umsókn um styrk úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs Reykjanesbæjar