Sumar í vinnuskólanum 2015

Föstudaginn 17. apríl opnar Vinnuskóli Reykjanesbæjar fyrir umsóknir nemenda sem fæddir eru árin 2000, 1999 og 1998. Vakin er athygli á því að nemendur fæddir 2001 eiga ekki kost á vinnu sumarið 2015.

Vinnuskólinn er fluttur í Reykjaneshöllina og mæta nemendur því þangað á fyrsta degi hvers tímabils.  Þar er raðað niður í hópa og nemendur hitta flokkstjórann sinn. Frá Reykjaneshöllinni fara krakkarnir með sínum hópi í sitt skólahverfi til vinnu og munu eftir það hittast við þá starfsstöð.

Tímabilin 2015 eru eftirfarandi:

9. – 10. bekkur

Unnið er 4 daga vikunnar – ekki er unnið á föstudögum
Mánudag til fimmtudag  frá 08.00 – 16.00
Hádegismatur frá 12:00-13:00

Tímabil A hefst 10. júní og lýkur 8. júlí.
Ekki unnið neina föstudaga!

Tímabil B hefst 13. júlí og lýkur 7. ágúst.
Unnið föstudaginn 7. ágúst!

17. ára hópur

Í vinnuskólanum er nú í fyrsta sinn 17 ára hópur.  Takmarkaður fjöldi kemst í þennan hóp en þessir nemendur eiga kost á vinnu í sex vikur á átta vikna tímabili.  Þessi hópur var formlega stofnaður til að koma til móts við þennan aldurshóp því ljóst þykir að hann á mjög erfitt með að finna sér sumarvinnu. Hópurinn mun sinna hefðbundnum umhverfis- og garðyrkjustörfum, auk tilfallandi verkefna. 

Unnið er 4 daga vikunnar – ekki er unnið á föstudögum
Mánudag til fimmtudag  frá 08.00 – 16.00
Hádegismatur frá 12:00-13:00

Okkur langar að vekja sérstaklega athygli á því að búið er að opna upplýsingasíðu fyrir vinnuskólann sem er einnig tengd við Facebook síðu vinnuskólans.  Slóðin er www.vinnuskolinn.wordpress.com og www.facebook.com/vinnuskolirnb og hvetjum við bæði nemendur og foreldra til að fylgjast vel með.  Þar munum við birta allar nýjar upplýsingar, myndir og allt annað skemmtilegt sem okkur dettur í hug.

Sumar kveðja Berglind Ásgeirsdóttir
yfirmaður vinnuskóla