Þemavika tónlistarskólans

Tónlistaratriði á opnun sýningar í Gryfjunni
Tónlistaratriði á opnun sýningar í Gryfjunni

Nú stendur yfir þemavika Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem lýkur á Degi tónlistarskólanna 27. febrúar n.k.
Boðið er upp á fjölbreytta tónlistardagskrá um allan bæ sem bæjarbúar eru hvattir til þess að kynna sér.

Dagskrá:

fimmtudaginn 25. febrúar
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
18:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
20:00 Tónleikar í Stapa: Flutt verður „Vetrarferðin" e. Schubert, Jóhann Smári Sævarsson og Kurt Kopecky.
Frítt inn fyrir nemendur og kennara TR.
Skyldumæting söngnemenda Tónlistarskólans.

föstudaginn 26. febrúar
15:00 Tónleikar hjá eldri borgurum á Nesvöllum
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
19:30 Kaffihúsa-tónleikar Djasshljómsveitar TR í Hljómakaffi, Stapa

laugardaginn 27. febrúar. Dagur Tónlistarskólanna
14:00 Tónleikar í Stapa, Hljómahöll