Nesvellir
Nesvellir

Dagdvalir:
Mánudaginn 4. maí opnuðu dagdvalir á Nesvöllum og í Selinu á nýjan leik. Þjónustan þarf þó að vera með breyttu sniði og skemmri dvalartíma. Tveggja metra nálægðarreglan gildir að sjálfsögðu sem og fjöldatakmarkanir, rétt eins og annars staðar. Dvalargestir dagdvalanna hafa fengið upplýsingar um þá þjónustu og dvalartíma sem í boði eru fyrir þá.

Félagsstarf Nesvalla:
Félagsstarf í Listasmiðju Nesvalla fór jafnframt af stað þann 4. maí og er boðið upp á hópastarf í smærri hópum en vanalega svo mögulegt sé að virða tveggja metra nálægðarregluna. Nauðsynlegt er að skrá sig í félagsstarfið með því að hringja á þjónustuborð Nesvalla 420-3400.

Matsalur Nesvalla:
Því miður er ekki unnt að opna matsalinn á Nesvöllum fyrir almennum gestum að svo stöddu.

Heimsending matar:
Reykjanesbær minnir á heimsendingu matar og að sendingargjald er fellt niður á meðan matsalurinn er lokaður.

Annað félagsstarf fyrir eldri borgara:
Boccia, dans og leikfimi fer því miður ekki af stað strax, en vonandi verður hægt að opna þegar frekari tilslakanir á samkomuskerðingum verða gerðar.

Heimaþjónusta er með óbreyttu sniði.

Allar upplýsingar um starf með eldri borgurum og þjónustu í Reykjanesbæ má fá í síma 420-3400 alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00.