Þorgeir Sæmundsson er nýr deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ.
Þorgeir Sæmundsson er nýr deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ.

Þorgeir Sæmundsson hefur verið ráðinn í starf deildarstjóra reikningshalds hjá Reykjanesbæ. Þorgeir mun hefja störf í byrjun febrúar.

Þorgeir er með B.S í viðskiptafræðum og meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun (MAcc) frá Háskóla Íslands. Þorgeir hefur gengt ýmsum störfum hjá Kreditkortum og Íslandsbanka s.s lánastjóri, fjármálastjóri og forstöðumaður fjármála og rekstrar. Einnig starfaði Þorgeir um tíma hjá Ernst & Young við endurskoðun og reikningsskil.

Við bjóðum Þorgeir velkominn til starfa.