Fyrirhugaðri þrettándaskemmtun frestað
Fyrirhugaðri þrettándaskemmtun frestað

Í ljósi slæmrar veðurspár fyrir næstu daga var samráð haft við Veðurstofu Íslands til að meta möguleikana á því hvort skilyrði væru  til að stilla upp flugeldum og  skjóta þeim upp í framhaldi n.k. fimmtudag. Það var mat þeirra að engin skilyrði væru til þess og því hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta fyrirhugaðri dagskrá sem voru bílaútvarpstónleikar með Friðriki Dór og flugeldasýning. 

Möguleikar verða kannaðir á flutningi dagskrárinnar yfir á annan dag og gangi það upp verða tilkynningar þess efnis sendar út.

Það er því um að gera að fylgjast með á miðlum Reykjanesbæjar.