Þríburarnir boðnir velkomnir heim

Þann 1. apríl sl. eignuðust þau Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long, íbúar í Reykjanesbæ, þríbura. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kíkti í heimsókn og bauð þau formlega velkomin í heiminn og fengu litlu krílin táknræn „Kríli“ eftir Línu Rut listakonu að gjöf. Þríburarnir, tveir strákar og ein stelpa, eru fyrstu þríburar Reykjanesbæjar í 22 ár. Að sögn foreldranna dafna þau vel en fyrir eiga þau einn tveggja ára dreng. Það er ljóst að það verður nóg að gera á stóru heimili næstu árin hjá þeim Hönnu Björk og Arnari og óskar Reykjanesbær þeim og fjölskyldunni alls hins besta á komandi árum.