Tilkynning til foreldra og forráðamanna vegna slæmrar veðurspár á morgun

Mynd: Af vef veðurstofu Íslands
Mynd: Af vef veðurstofu Íslands

Þar sem veðurspá er mjög slæm fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar, þá biðjum við foreldra/forráðamenn að hafa eftirfarandi í huga.

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.

Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.