Tilnefning til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Bilið brúað.
Bilið brúað.

Eins og fram kemur í Helgarblaði Fréttablaðsins, laugardaginn 13. apríl, voru Félag eldri borgara og grunnskólabörn í Reykjanesbæ tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar.  Tilgangur verðlaunana er að vekja athygli á einstaklingum og verkefnum sem geta verið öðrum til fyrirmyndar.
Í Helgarblaði Fréttablaðis segir: „Félag eldri borgara á Suðurnesjum og grunnskóla börn í Reykjanesbæ tóku í fyrra höndum saman um að brúa bil kynslóðanna með margvíslegum verkefnum og samstarfi. Í tilefni af útnefningu Evrópusamtaka aldraðra á árinu 2012 sem Evrópuári aldraðra leitaði Félag eldri borgara á Suðurnesjum eftir því við skólayfirvöld að liðkað yrði fyrir heimsóknum fulltrúa félagsins í skóla sveitarfélagsins. Þessar heimsóknir hafa auðgað skólastarfið og verið bæði börnunum og eldri borgurunum mikils virði.“ Fréttablaðið 13.4.2013