Torfærumyndasýning í Bíósal

Klippa úr myndinni.
Klippa úr myndinni.

Hreyfimyndir af torfærukeppnum og fleira sem Jónatan Ingimarsson tók upp á sjötta og sjöunda áratugnum verða sýndar á breiðtjaldinu í Bíósal Duushúsa laugardaginn 7. desember kl. 15:00. Myndirnar verða einnig á sýningu í Bíósalnum sunnudaginn 8. desember á meðan húsin eru opin þ.e. frá kl. 13.00 - 17.00.

Þetta áhugaverða efni sem Jónatan er að gefa Byggðasafninu bætir við góðu efni íþróttamynda sem safnað hefur verið um langt skeið með dyggri aðstoð Viðars Oddgeirssonar. Myndirnar sem eru um tvær og hálf klukkustund í sýningu verða skilgreindar sem hluti af íþróttaminjasafni Reykjanesbæjar sem er í umsjón byggðasafnsins.

Við bjóðum gestum okkar að skoða brot af þessu efni í bíósalnum sem hefur verið unnið upp af þeim Viðari og Jónatani, meðal annars hefur tónlist verið sett með efninu sem Jónatan samdi og einnig tónlist eftir Vigni Bergmann.

Aðgangur ókeypis.