Tveir þriðju kennara í Reykjanesbæ komnir með iPad

Úr Heiðarskóla.
Úr Heiðarskóla.

Tveir af hverjum þremur grunnskólakennurum í Reykjanesbæ eru nú komnir með Ipad  sem þeir nýta við störf sín.  Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar segir að stefnt sé að því að á næstu tveimur árum verði allir kennarar bæjarins komnir með slík tæki í hendurnar. Aðbúnaður nemenda og kennara verður að vera góður og tryggja þarf að skólinn fylgist vel með til að geta skilað hlutverki sínu og undirbúið nemendur undir þátttöku í  flóknu samfélagi sem tekur örum breytingum. Nauðsynleg forsenda þess er að kappkosta að vinnumhverfi kennara sé gott, þeir geti fylgst vel með nýjungum og noti nýjustu tækni í kennslu.