Kynningarfundur vegna starfsleyfisstillögu Thorsil

Teikning af fyrirhugaðri kísilverksmiðju Thorsil ehf. í Helguvík.
Teikning af fyrirhugaðri kísilverksmiðju Thorsil ehf. í Helguvík.

Umhverfisstofnun mun halda kynningarfund vegna starfsleyfistillögu Thorsil ehf. í Bíósal Duus Safnahúsa kl. 17:00 fimmtudaginn 5. janúar. Beiðni þess lútandi barst stofnuninni fyrir stuttu. Jafnframt verður athugasemdafrestur lengdur til mánudagsins 9. janúar nk.

Undir lok októbermánaðar sl. kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamál upp þann úrskurð að felld yrði úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 11. september 2015 um að veita Thorsil ehf. starfsleyfi fyrir rekstri kísilverksmiðju í Helguvík. Frestur til að koma að athugasemdum var rangt út reiknaður að mati nefndarinnar miðað við birtingu auglýsingar í Lögbirtingarblaðinu. Hann taldist fjórum dögum of stuttur miðað við átta vikna athugasemdarfrest og var reiknaður út frá birtingu auglýsingar á heimasíðu stofnunarinnar. Í reglugerð er hins vegar kveðið á um að auglýsa skuli tillögu að starfsleyfi með tryggum hætti, s.s. í dagblaði eða staðarblaði. Úrskurðurinn gefur hins vegar ekki til kynna að starfsleyfið sé haldið efnislegu ágöllum, eins og segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar frá 27. október sl.

Umhverfisstofnun hvetur íbúa og aðra áhugasama til að mæta á fundinn. Allir velkomnir.