Umhverfisviðurkenningar veittar fyrir hús og garða

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar veitti viðurkenningar fyrir hús og garða fimmtudaginn 25. ágúst sl.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar að þessu sinni:
 
  • Heiðarhorn 17. Viðurkenning fyrir litríkan og fallegan garð.
  • Smáratún 6. Viðurkenning fyrir fallegan og snyrtilegan garð.
  • Háholt 19. Viðurkenning fyrir fallega uppgert eldra hús og lóð.
  • Melavegur 9. Viðurkenning fyrir fallegan og snyrtilegan garð og hús.
  • Klettás 15. Viðurkenning fyrir fallegan og vel útfærðan garð.
  • Keflavíkurkirkja Viðurkenning fyrir fallega mjög vel hirta lóð, góðan heildarsvip.
  • Árni Sigfússon, bæjarstjóri færði hjónunum Sigurjón Þórðarsyni og Guðfinnu Arngrímsdóttir sérstakar þakkir fyrir áratuga vandað starf við val á fegurstu görðum í Reykjanesbæ.