Undirbúningur Heilsu- og forvarnarviku hafinn

Þátttakendur í heilsueflingarverkefni Janusar Guðlaugssonar vita hversu mikilvægt það er að hlúa að…
Þátttakendur í heilsueflingarverkefni Janusar Guðlaugssonar vita hversu mikilvægt það er að hlúa að heilsunni.

Heilsu- og forvarnarvika verður haldin á Suðurnesjum vikuna 30. september til 6. október næstkomandi. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Verkefnastjórar heilsu- og forvarnarviku í sveitarfélögunum á Suðurnesjum leita nú til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íþrótta- og tómstundafélaga á Suðurnesjum í þeirri von að þau taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu-og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.

Það er allra hagur að heilsa íbúa sé góð og að hlúð sé að forvarnarþáttum.

Skila þarf upplýsingum/dagskrá fyrir 17. september nk. til að vera með í viðburðardagatalinu.

Til að skila inn efni er hægt að senda á fulltrúa sveitarfélaga hér að neðan

Hafþór Barði Birgisson, netfang: hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
Eggert S. Jónsson, netfang: eggert@grindavik.is
Matthías Freyr Matthíasson, netfang: matthias@vogar.is
Rut Sigurðardóttir, netfang: rut@sudurnesjabaer.is