Unglingastig Holtaskóla í Hljómahöll

Unglingastig Holtaskóla flyst tímabundið í Hljómahöll

Ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur í Holtaskóla. Til þess að flýta fyrir framkvæmdum og til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi munu 8.-10. bekkir skólans hafa tímabundið aðsetur í Hljómahöll og Tónlistarskólanum út þetta skólaár.

Holtaskóli mun nýta salina Merkines og Berg ásamt kennslustofum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Áfram verður óbreytt starfsemi í Stapa og hægt að bóka hann undir hvers konar viðburði. Þá verður Rokksafn Íslands áfram opið en opnunartími safnsins er frá kl. 11:00-18:00. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar helst einnig óskert.