Ungmennaráð Reykjanesbæjar fundaði með Capacent

Fulltrúar í ungmennaráði Reykjanesbæjar í höfuðstöðvum Capacent að fundi loknum.
Fulltrúar í ungmennaráði Reykjanesbæjar í höfuðstöðvum Capacent að fundi loknum.

Fulltrúar ungmenna í Reykjanesbæ eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og starfsemi þeim tengdum. Grunnskólarnir, félagslífið og íþróttastarfið var sérstaklega nefnt. Ungmennaráð fundaði nýverið með Capacent sem stýrir stefnumótun Reykjanesbæjar.

Fulltrúar frá Capacent hafa á undanförnum vikum og mánuðum hitt fulltrúa íbúa, starfsfólks, nefnda og ráða fyrir undirbúning stefnumótunar Reykjanesbæjar. Ungmennaráð Reykjanesbæjar hélt í höfuðstöðvar fyrirtækisins rétt fyrir jól til þess að fara í viðtal við starfsfólk. Fyrir fundinum lágu margvíslegar spurningar m.a. hverjir eru helstu styrk- og veikleikar og hvað mætti helst breytast í Reykjanesbæ.

Það kom fram í máli fulltrúar ungmennaráðsins að þeir eru mjög ánægðir með flest allt í bæjarfélaginu og
nefndu sérstaklega grunnskólana, félagslífið og íþróttastarfið. Það sem þeim fannst nauðsynlega vantar er að bæta samgöngur og mikil þörf er fyrir tómstundamiðstöð þar sem boðið væri upp á að geta farið í keilu og að skauta, ásamt fleiri skemmtilegri afþreyingu.

Að fundi loknum var einmitt farið í keilu og ráðinu var boðið upp á Pizzu í Egilshöllinni.