Upplýsingagjöf til ferðamanna

Reykjanesbær vill taka vel á móti ferðafólki og veita því afbragðs þjónustu þegar kemur að upplýsingagjöf um svæðið. Starfsfólk safnanna í Reykjanesbæ brá því undir sig betri fætinum í morgun og fór í vettvangsheimsóknir sín á milli til að kynna sér það sem í boði er á hverjum stað. Að vísu komst starfsfólk Víkingaheima hvorki lönd né strönd, því þar er fullt út úr dyrum þessa dagana og þegar hópurinn kom í hús var skólahópur á leið út úr húsinu og 3 rútufarmar af erlendum ferðamönnum á leiðinni inn. Gestafjöldi þar er orðinn um 20 þúsund gestir á ársgrundvelli og fer vaxandi.

Það er Bókasafn Reykjanesbæjar sem heldur utan um upplýsingagjöfina en  bæði í Duushúsum, í Víkingaheimum og á Rokksafninu verður hægt að nálgast upplýsingar um afþreyingu og ferðamöguleika á svæðinu og starfsfólk í stakk búið til að veita upplýsingar. Ekki er þó um eiginlega upplýsinga skrifstofu að ræða, heldur fyrst og fremst það að starfsfólk sé upplýst og geti veitt ferðafólki haldgóðar upplýsingar.

Starfsfólk safnanna var sammála um það eftir yfirreiðina í morgun að bærinn hafi orðið glæsilegt framboð af afþreyingu fyrir gesti bæjarins. Eftir hádegið situr starfsfólkið svo námskeið til að dýpka sig enn betur í fræðunum. Það er því ljóst að gestir, innlendir sem erlendir, munu fá afbragðsþjónustu á söfnum bæjarins í sumar og vonandi á svæðinu öllu.