Útboð vegna Myllubakkaskóla

Myllubakkaskóli
Myllubakkaskóli

Reykjanesbær – Umhverfissvið útboð í niðurrif og endurgerð núverandi tengibyggingar milli tveggja bygginga í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og endurbyggja glerskála.

Verktaki tekur að sér að setja upp mannhelda öryggisgirðingu umhverfis verkstað, rífa núverandi tengibyggingu niður að gólfplötu/sökkli. Tengibygging er timburhús með steyptu bíslagi, timburgluggum og þakviðir eru úr timbri. Loftaklæðning innandyra er úr timbri og dúkur er á gólfum.

Eftir rif skal reisa nýja tengibyggingu með burðarbitum úr límtré, koma fyrir glerveggjum/panelum, einingaþaki, steypa nýjan ramp og ljúka fullnaðarfrágangi innanhúss. Til frágangs innanhúss telst t.d. til að fræsa gólfhitalögn í gólfplötu, flota, leggja gólfefni, klæða loft, leggja raflögn og fl.

Tilboð verktaka skal miðast við að verkið feli í sér fullnaðarfrágang utanhúss og innanhúss.

  • Afending útboðsgagna  06.05.2021 kl 12:00
  • Kynningarfundur   Verður ekki haldin
  • Fyrirspurnatíma lýkur  25.05. 2021 kl 14:00
  • Svarfrestur rennur út   27.05. 2021 kl 14:00
  • Skilafrestur tilboða   01. 06. 2021 kl 14:00
  • Opnunartími tilboða   01.06.2021 kl: 14:01
  • Upphaf framkvæmdatíma   Við töku tilboðs
  • Lok framkvæmdatíma   20.08. 2021

Þar sem um rafrænt útboð er að ræða verður ekki haldin formlegur opnunarfundur en tilboðsgjafar fá senda opnunarfundargerð þar sem fram kemur: Hverjir sendu inn tilboð, tilboðsupphæð, kostnaðaráætlun.

Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í verkið geta fengið útboðsgögn send með því að senda ósk þar um í tölvupósti á tölvupóstfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is . Vinsamlega tilkynnið nafn fyrirtækis, tengilið, símanúmer og tölvupóstfang með beiðninni.