Við minnum á Plastlausan september

 Reykjanesbær hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að taka þátt í Plastlausum September sem er núna í gangi. Plastlaus september snýst um að koma auga á óhóflega notkun á plasti og draga úr neyslu á einnota plastumbúðum. Það er alltaf hægt að gera betur og gott er að hafa í huga að margar litlar breytingar verða að einni stórri breytingu.

Einfaldar breytingar á neysluvenjum:

  • Sleppið notkun á plastpokum
  • Sleppið notkun á einnota borðbúnaði
  • Notið eyrnapinna sem gerðir eru úr pappa eða bambus í stað þeirra sem eru úr plasti
  • Notið bambustannbursta í stað þeirra sem eru úr plasti
  • Afþakkið rör
  • Notið fjölnota kaffimál
  • Notið fjölnota matar- og drykkjarílát
  • Veljið umbúðalausar vörur þar sem það er hægt. Veljið til dæmis grænmeti í lausu.
  • Veljið hreinlætisvörur sem innihalda ekki örplast
  • Flokkið allt sem hægt er.

Hægt er að kynna sér átakið nánar inni á vefsíðunni plastlausseptember.is.