Viðurkenning fyrir fyrirmyndarhegðun á NFS böllum í vetur

Fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Reykjanesbæ, ásamt verðlaunahöfum.
Fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Reykjanesbæ, ásamt verðlaunahöfum.

Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja í samstarfi við foreldrafélag skólans og Reykjanesbæ, veittu viðurkenningu tveimur heppnum einstaklingum sem höfðu mætt á dansleiki á vegum nemendafélagsins sl. vetur án þess að neyta áfengis. Ísak Ernir Kristinsson formaður NFS afhenti Ipad spjaldtölvur fyrir þau Andreu Lind Hannah og Ivan Jugovic en þau höfðu verið dregin út úr hópi þeirra sem tóku þàtt.

Kristjàn Ásmundsson skólameistari FS sagði í máli sínu við þetta tækifæri að þau væru góð fordæmi fyrir aðra nemendur og vonaði að hægt verði að byggja ofan á þetta verkefni og efla. Ísak Ernir sem nú lætur af embætti formanns NFS  skoraði á nýkjörinn formann Arnór Svansson að halda áfram á þessari braut.

Það voru foreldrafélag skólans og Reykjanesbær sem gáfu verðlaunin. Til hamingju Andrea og Ivan.