Vígsla viðbyggingar við Öspina í Njarðvík

Frá vígslu Asparinnar. Frá vinstri Kristín Blönda deildarstjóri, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjór…
Frá vígslu Asparinnar. Frá vinstri Kristín Blönda deildarstjóri, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.

Viðbygging við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla var vígð í lok ágúst. Nokkuð var farið að þrengja að nemendum en verkið gekk hratt og vel fyrir sig enda veðurblíðan með eindæmum í sumar. Það var Sparri byggingaverktakar sem sáu um framkvæmdina, en að undirbúningi komu fjölmargir.

Sérdeildin Ösp er hugsuð fyrir nemendur í 1. – 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sértæku námsúrræði að halda. Hún var stofnuð árið 2002 og er þetta fjórða viðbyggingin við húsið. Nú eru 23 nemendur í Öspinni og starfsmenn eru jafnmargir. Starfinu stýrir Kristín Blöndal deildarstjóri..

Það var verkfræðistofa Suðurnesja sem sá um hönnun á húsinu í góðu samstarfi við starfsfólk Asparinnar. Það mátti heyra á starfsfólki mikla ánægju með þá viðbót sem það fékk með viðbyggingunni. Auk frábærrar aðstöðu fyrir nemendur fékk það bjarta og fallega kaffistofu með frábært útsýni yfir skrúðgarðinn í Njarðvík.

Viðbyggingin er 282 m² að stærð og hófust framkvæmdir við hana í byrjun maí. Kostnaður við verklegar framkvæmdir verður rúmlega 100 milljónir.

Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri þakkaði velunnurum Asparinnar sérstaklega fyrir þeirra stuðning í gegnum árin. Þar ber hæst Linonsklúbbarnir tveir í Njarðvík, Kvenfélagið Njarðvík og Ásmundur Friðriksson þingmaður, sem m.a. gaf búnað í skynjunarrými. 

Horft inn í glæsilega kaffistofu starfsfólks

Stór og bjartur þjálfunarsalur er í Öspinni

Skynjunarrýmið er frábær viðbót í starfsemi Asparinnar