Viljayfirlýsing um Hringrásargarð

Viljayfirlýsing um Hringrásargarð á Suðurnesjum undirrituð

Á fundi Suðurnesjavettvangs um sjálfbæra framtíð Suðurnesja, skrifuðu sveitastjórar og fyrirtæki á svæðinu undir viljayfirlýsinu um hringrásargarð á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram í dag í Hljómahöll í Keflavík og voru kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði Suðurnesjanna í átt að sjálfbærri framtíð.

Suðurnesjavettvangur er samstarf sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Í viljayfirlýsingunni lýstu aðilar að Suðurnesjavettvanginum og fyrirtæki á svæðinu yfir vilja til þess að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem snýr að mótun og þróun hringrásargarðs.

Fram kemur í yfirlýsingunni að Suðurnesin séu frumkvöðlar á Íslandi í mótun hringrásarhugsunar í atvinnulífi og Auðlindagarðurinn í Svartsengi, undir forystu HS Orku, dæmi og fyrirmynd um slíkt. Hugmyndafræðin á bak við garðinn sé í grunninn sú að aðilar leitast við að deila, selja og/eða kaupa aukaafurðir vegna starfsemi sinnar, með það að markmiði að auka árangur í efnahags, umhverfis- og félagslegum málum, sem falli vel inn í stefnu þeirra.

Ásamt fjölmörgum erindum á fundinum voru pallborðsumræður þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, ræddu við Berglindi Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs Isavia, og Pálma Frey Randversson, framkvæmdastjóra Kadego, um

Með þessu er verið að sækja fram, snúa vörn í sókn og efla Suðurnesin í átt að stöðugra atvinnulífi.

  • HS Orka
  • ISAVIA
  • Kadeco
  • Carbon Recycling
  • Hornsteinn
  • Pure North
  • Terra
  • Íslenska Gámafélagið
  • Iðunn H2
  • Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
  • KALKA
  • Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR)

 

Viljayfirlýsing

Sjálfbærni er lykilatriði í viðfangsefnum framtíðarinnar og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gott leiðarljós til að leiða okkur inn í þá framtíð. Við undirrituð, leggjum áherslu á sjálfbærni og græna starfsemi.

Til að ná árangri á sviði sjálfbærni er samstaða og samvinna um grundvallaratriði sem snúa að nærsamfélaginu nauðsynleg. Isavia, Kadeco ásamt sveitarfélögunum fjórum á Suðurnesjum hafa unnið saman undanfarin 2 ár og lagt grunninn að mikilvægum verkefnum á sviði sjálfbærni á svæðinu. Þar á meðal er í farvatninu að koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum. Suðurnesin eru frumkvöðlar á Íslandi í mótun hringrásarhugsunar í atvinnulífi og er Auðlindagarðurinn í Svartsengi undir forystu HS Orku dæmi og fyrirmynd um slíkt.

Hugmyndafræðin á bak við garðinn er í grunninn sú að aðilar leitast við að deila, selja og/eða kaupa aukaafurðir vegna starfsemi sinnar, með það að markmiði að auka árangur í efnahags, umhverfis- og félagslegum málum, sem fellur vel inn í stefnu okkar.

Við lýsum yfir vilja til þess að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem snýr að mótun og þróun hringrásargarðs m.a. með staðsetningu vinnustöðva og eða tengingu við virðiskeðju okkar.

Við ætlum að fylgjast náið með framvindunni og munum leggja okkar lóð á vogarskálar til að „Hringrásargarður“ á Suðurnesjum verði að veruleika.

Suðurnesjum 16. júní 2021