Vilt þú tilnefna til Hvatningarverðlauna ÖBÍ?

Öryrkjabandalag Íslands veitir Hvatningarverðlaun sín árlega á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember. Tilnefningar óskast fyrir lok dags 15. september nk. Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki/stofnun eða umfjöllun/kynningu.

Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum:
Flokki einstaklinga,
Flokki fyrirtækja/ stofnana
Flokknum umfjöllun/kynningu

Tilnefningar í hverjum flokki eru þrjár talsins.

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verðlaunanna.

Tilnefningar má senda með rafrænu eyðublaði á heimasíðu ÖBÍ. Einnig má senda tilnefningu í bréfpósti, á Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík.

Sjá upplýsingar um fyrrum verðlaunahafa og tilnefnda.